Skilmálar

Hvernig kaupi ég?

Til að kaupa vöru þarf að leggja vöruna í körfuna. Hægt er að kaupa fleiri en 1 stk af sömu vöru með því að auka fjölda í körfunni. Greitt er með millifærslu eða reiðufé.

Hægt er að sækja hjá okkur í Kópavoginn, eða fá vöruna senda með Póstinum samkvæmt verðskrá þeirra.

Ef þú verslar fyrir meira en 7000kr og býrð á höfuðborgarsvæðinu keyrum við vöruna frítt heim.

Þú getur hætt við kaupin með því að neita að taka á móti sendingunni, þá endurgreiðum við vöruna en ekki sendingarkostnaðinn.

Skilafrestur

14 daga skilafrestur er á öllum vörum sem með því skilyrði að þær hafi ekki verið notaðar né þvegnar. Vörur sem eru sérpantaðar og búnar til sérstaklega fyrir viðskiptavin er ekki hægt að skila, nema varan sé gölluð eða ekki samkvæmt samkomulagi.

Varan þarf að vera sem ný og ónotuð og í því ástandi sem kaupandi fékk hana í svo hægt sé að selja hana áfram. Það er á þína ábyrgð að við móttökum vöruna.

Við endurgreiðum fullt verð vörunnar en ekki kostnaðinn við að senda hana til baka. Varan verður að vera eins og ný og ónotuð, í sama ástandi og þú fékkst hana í, svo hægt sé að selja hana áfram. Það er á þína ábyrgð að ég fái vöruna.

Gallaðar vörur

Ef varan er gölluð sendu þá póst á heidi@katifillinn.is, við munum þá biðja þig um að senda vöruna til baka og gerum við hana eða sendum nýja. Við munum að sjálfsögðu endurgreiða sendingarkostnað á gölluðum vörum.

Við notkun af klór á taubleium og taubindi detta bleiurnar/bindinn úr ábyrgð.

Ekki reyna að gera við vöruna sjálf(ur), þá fellur ábyrgðin niður.

Annað

Ef þú villt að ég saumi fyrir þig getur verið bið upp í fjórar vikur.

Til að hlífa náttúrunni sendum við ekki kvittanir á pappír heldur bara með email. Ef þú vilt kvittun á pappír vinsamlegast taktu það fram þegar þú pantar.

Litamunur getur verið á myndum á tölvuskjá en raunveruleikanum. Því geta sjölin og efnið virst aðeins dekkri eða ljósari en það í raun og veru er.

Káti Fíllinn áskilur sér rétt til að leiðrétta og uppfæra skilmálana sem án viðvarana.

 

Skilmálar þessi teljast samþykktir af hálfu kaupanda þegar viðskipti hafa átt sér stað milli seljanda og kaupanda.