Ný vefverslun July 15, 2015 23:51
Velkomin í nýju vefverslun Káta Fílsins!
Ég er mjög ánægð með nýja útlit káta Fílsins. Hef lengi verið óánægð með vefverslunina, og ákvað loksins að það væri komin tími til að fara vinna í nýrri.
Ég hef lagt marga tíma í að setja upp nýju verslunina, og er búin að vera að taka nýjar myndir líka. Ég vona að ykkur finnst auðveldara að finna vörurnar núna. Ég er spennt að heyra frá ykkur hvort ykkur líst líka vel á nýju verslunina :)
Ég hef tekið við sölu á ýmsum vörum frá Litla ljósinu, sem hefur nú lokað. Vörurnar eru meðal annars frá MeLuna, PoPoLini, og Myllymuksut. Ég vona að ykkur líst jafn vel á þessum vörut og ég geri.
Hér eru nokkra myndir úr nýja vöruúrvalinu okkar :)